Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 14:45 Frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/Einar Árna Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“ Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira