Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 14:45 Frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/Einar Árna Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“ Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira