Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 10:49 Þessi mynd sýnir flóttafólk snúa aftur til Afganistan árið 2015, eftir að þau flúðu til Pakistan. Yfirvöld Í Pakistan ætla að vísa minnst 1,7 milljónum Afgana úr landi í næsta mánuði, fari þau ekki sjálfviljug. AP/Rahmat Gul Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega. Pakistan Afganistan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega.
Pakistan Afganistan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira