Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2023 11:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Vísir/Vilhelm Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. Þetta kemur fram Samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformin eru kynnt. Þar segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Mikið hefur rætt um það á síðustu árum hvernig bregðast skuli við orkuskiptunum varðandi fjármögnun vegasamgangna, en eigendur rafbíla hafa notið ýmissa ívilnana á síðustu árum. Fjölgun sparneytinna bíla hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað umtalsvert og muni halda áfram að lækka á næstu árum verði ekkert að gert. Ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi Í greinargerð með frumvarpinu segir að samhliða þróuninni hafi myndast vaxandi ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi milli þeirra sem nýti samgönguinnviðina. „Á sama tíma er fyrir hendi viðvarandi þörf fyrir, og áform um, að byggja upp og viðhalda vegakerfinu. Sú þörf mun síst minnka í fyrirsjáanlegri framtíð með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi umferð. Við þessari þróun þarf að bregðast og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku til framtíðar. Áformað er að leggja fram frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla) frá og með 1. janúar 2024. Með því móti verður mun betri samsvörun á milli tekna af kílómetragjaldi vegna aksturs slíkra bíla á vegum og þörf fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins,“ segir í greinargerðinni. Bensín- og dísilbílar bætast við 2025 Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að aðlögun fjármögnunar vegasamgangna að orkuskiptum fari fram í tveimur áföngum: Fyrra skrefið verður stigið á næsta ári með innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla sem hafa hingað til borið takmarkaðan kostnað af notkun vegakerfisins. Seinna skrefið verður stigið í ársbyrjun 2025 þegar dísel- og bensínbílar fara einnig að greiða kílómetragjald. Samhliða er gert er ráð fyrir að eldri gjöld á borð við vörugjöld af eldsneyti muni eftir atvikum lækka eða falla niður, þó kolefnisgjald verði áfram greitt. Með innleiðingu á nýju kerfi í tveimur skrefum nái það einungis til hluta bílaflotans á fyrra ári og þannig verði hægt að draga lærdóma af innleiðingunni og styrkja fyrirkomulagið enn frekar til framtíðar. Jafnræði óháð orkugjafa Ennfremur segir að jafnræði meðal notenda vegakerfisins sé lykilatriði í þróun þess til framtíðar, þar sem allir ættu að greiða í samræmi við notkun óháð orkugjafa. „Lögð er áhersla á að gjöld endurspegli þann kostnað sem notkun leiðir af sér. Með innleiðingu kílómetragjalds á næsta ári fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla munu notendur þeirra greiða líkt og notendur bíla með aðra orkugjafa. Kostnaður vegna rekstrar slíkra bíla verður hins vegar áfram umtalsvert minni. Á þessu ári greiðir eigandi bensínbíls með meðaleyðslu 7 l á hundrað km, sem ekur 14 þús. km (meðalakstur fólksbíla 2022), um 84 þús.kr. á ári fyrir notkun í formi vörugjalda á bensín, sem líta má á sem ígildi kílómetragjalds. Það jafngildir 7 þ.kr. á mánuði. Í áætlunum um verkefnið hefur verið miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári á rafmagns- og vetnisbíla og því mun eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd greiða sama gjald fyrir afnot vegakerfisins og bensínbíllinn. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á næsta ári, eða 1/3 á við rafmagnsbíla – enda nota þeir bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda. Myndin hér að neðan sýnir samanburð á helstu kostnaðarliðum við dæmigerðan bensínbíl og rafmagnsbíl árið 2024 að viðbættu kílómetragjaldi fyrir rafmagnsbíla á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Greitt mánaðarlega Þá segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. „Þannig verður greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan verður byggð á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn á Ísland.is, í smáforriti eða á vefsvæði. Einnig verður þó í boði önnur skráningarleið fyrir þá sem ekki geta nýtt Ísland.is.“ Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Þetta kemur fram Samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformin eru kynnt. Þar segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Mikið hefur rætt um það á síðustu árum hvernig bregðast skuli við orkuskiptunum varðandi fjármögnun vegasamgangna, en eigendur rafbíla hafa notið ýmissa ívilnana á síðustu árum. Fjölgun sparneytinna bíla hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað umtalsvert og muni halda áfram að lækka á næstu árum verði ekkert að gert. Ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi Í greinargerð með frumvarpinu segir að samhliða þróuninni hafi myndast vaxandi ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi milli þeirra sem nýti samgönguinnviðina. „Á sama tíma er fyrir hendi viðvarandi þörf fyrir, og áform um, að byggja upp og viðhalda vegakerfinu. Sú þörf mun síst minnka í fyrirsjáanlegri framtíð með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi umferð. Við þessari þróun þarf að bregðast og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku til framtíðar. Áformað er að leggja fram frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla) frá og með 1. janúar 2024. Með því móti verður mun betri samsvörun á milli tekna af kílómetragjaldi vegna aksturs slíkra bíla á vegum og þörf fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins,“ segir í greinargerðinni. Bensín- og dísilbílar bætast við 2025 Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að aðlögun fjármögnunar vegasamgangna að orkuskiptum fari fram í tveimur áföngum: Fyrra skrefið verður stigið á næsta ári með innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla sem hafa hingað til borið takmarkaðan kostnað af notkun vegakerfisins. Seinna skrefið verður stigið í ársbyrjun 2025 þegar dísel- og bensínbílar fara einnig að greiða kílómetragjald. Samhliða er gert er ráð fyrir að eldri gjöld á borð við vörugjöld af eldsneyti muni eftir atvikum lækka eða falla niður, þó kolefnisgjald verði áfram greitt. Með innleiðingu á nýju kerfi í tveimur skrefum nái það einungis til hluta bílaflotans á fyrra ári og þannig verði hægt að draga lærdóma af innleiðingunni og styrkja fyrirkomulagið enn frekar til framtíðar. Jafnræði óháð orkugjafa Ennfremur segir að jafnræði meðal notenda vegakerfisins sé lykilatriði í þróun þess til framtíðar, þar sem allir ættu að greiða í samræmi við notkun óháð orkugjafa. „Lögð er áhersla á að gjöld endurspegli þann kostnað sem notkun leiðir af sér. Með innleiðingu kílómetragjalds á næsta ári fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla munu notendur þeirra greiða líkt og notendur bíla með aðra orkugjafa. Kostnaður vegna rekstrar slíkra bíla verður hins vegar áfram umtalsvert minni. Á þessu ári greiðir eigandi bensínbíls með meðaleyðslu 7 l á hundrað km, sem ekur 14 þús. km (meðalakstur fólksbíla 2022), um 84 þús.kr. á ári fyrir notkun í formi vörugjalda á bensín, sem líta má á sem ígildi kílómetragjalds. Það jafngildir 7 þ.kr. á mánuði. Í áætlunum um verkefnið hefur verið miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári á rafmagns- og vetnisbíla og því mun eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd greiða sama gjald fyrir afnot vegakerfisins og bensínbíllinn. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á næsta ári, eða 1/3 á við rafmagnsbíla – enda nota þeir bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda. Myndin hér að neðan sýnir samanburð á helstu kostnaðarliðum við dæmigerðan bensínbíl og rafmagnsbíl árið 2024 að viðbættu kílómetragjaldi fyrir rafmagnsbíla á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Greitt mánaðarlega Þá segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. „Þannig verður greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan verður byggð á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn á Ísland.is, í smáforriti eða á vefsvæði. Einnig verður þó í boði önnur skráningarleið fyrir þá sem ekki geta nýtt Ísland.is.“
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira