Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:31 Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Michael Regan Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu