Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:00 André Onana hefur gert slæm mistök í báðum leikjum Manchester United í Meistaradeild Evrópu. getty/Alex Dodd Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti