„Ánægður að hafa unnið með svona lélega skotnýtingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:35 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sex stiga sigur gegn Val á útivelli 61-67. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
„Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira