Pep hrósaði ungstirninu: „Hann skilur alltaf hvað er að gerast“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 22:30 Rico Lewis átti mjög góðan leik fyrir Manchester City í kvöld og fékk hrós frá Pep Guardiola eftir leik. Vísir/Getty Pep Guardiola var afar ánægður með frammistöðu hans manna í Manchester City í kvöld. Liðið gerði góða ferð til Leipzig og vann 3-1 sigur. Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira