Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2023 14:01 Strætóstoppistöðin Hólsvegur, sem er að finna hægra megin á myndinni, mun brátt heyra sögunni til. 150 metrar eru í næstu stöð, það er Sunnutorg. Vísir/Arnar Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira