Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2023 11:28 Við undirritun kaupsamningsins. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, Kjartan Örn Ólafsson, einn eigenda og stjórnarmaður Já, og Einar Pálmi Sigmundsson, stjórnarformaður Já og sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu. Vísir Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt. Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira