Opna þrjár sýningar á sama tíma Árni Sæberg skrifar 6. október 2023 11:01 Hönnunarsafn Íslands er á Garðatorgi í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki. Sýning á keramik og veflistaverkum eftir Dolindu Tanner opnar á pallinum klukkan 17. „Það var ævintýraþráin sem dró Dolindu Tanner (1923 – 1967) fyrst til Íslands. Vinaböndin, náttúran, ástin og listin urðu til þess að hún ílengdist hér,“ segir í tilkynningu um opnanirnar. Dolinda var fædd og uppalin Sviss. Hún nam myndlist í listaháskólunum í Genf og Basel. Eftir námið þráði hún að sjá sig um og ferðast og dvaldi í Bretlandi og Svíþjóð áður en hún kom til Íslands árið 1948. Þar kynnist Dolinda hjónunum Gesti Þorgrímsssyni og Sigrúnu Guðjónsdóttur (Rúnu) sem fengu Dolindu og Waistel Cooper, skoskan listamann, í lið með sér við að byggja upp Laugarnesleir. Ekkert þeirra hafði grunn í keramiki en þau létu það ekki á sig fá. Dolinda hafði góða innsýn í miðevrópskar hefðir og vann undir áhrifum módernismans. Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu. Í verkum hennar koma saman fögur litapalletta, geometrísk og fíguratíf form og hlutir sem geisla af sköpunargleði. Sýningarstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Teikningar Lothars Grund Skráning á teikningum eftir Lothar Grund verður sýnd í salnum Safnið á röngunni. Lothar Grund (1923 – 1995) var þýskur leiktjaldamálari sem flutti til Íslands árið 1950 og bjó hér til ársins 1963. Á Íslandi vann hann meðal annars sem leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og við að teikna auglýsingar. Frá 1961 til 1963 vann Lothar sem innanhússarkitekt fyrir Hótel Sögu og hannaði innréttingar fyrir herbergi og sali hótelsins. Árið 2022 fékk Hönnunarsafn Íslands að gjöf frá fjölskyldu Lothars teikningar og gögn frá tímabilinu þegar hann vann fyrir Hótel Sögu. Eru þetta meðal annars frumteikningar af herbergjum, tillögur að sölum og auglýsingar fyrir Hótelið. Einnig fylgdu gjöfinni auglýsingateikningar fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Umsjón með skráningunni hefur Bóel Hörn Ingadóttir. Hönnunarsafnið sem heimili Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili opnar nú í heild sinni eftir viðgerðir á þaki. Um 200 munir úr safneigninni eru settir fram sem grunnmynd af heimili. Sýningarstjórar eru Anna Dröfn Ágústsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. Þá verður ný heimasíða safnsins opnuð samtímis sýningunum þremur. Hún er hönnuð af Studio Studio í samstarfi við Kolofon. Menning Tíska og hönnun Myndlist Söfn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýning á keramik og veflistaverkum eftir Dolindu Tanner opnar á pallinum klukkan 17. „Það var ævintýraþráin sem dró Dolindu Tanner (1923 – 1967) fyrst til Íslands. Vinaböndin, náttúran, ástin og listin urðu til þess að hún ílengdist hér,“ segir í tilkynningu um opnanirnar. Dolinda var fædd og uppalin Sviss. Hún nam myndlist í listaháskólunum í Genf og Basel. Eftir námið þráði hún að sjá sig um og ferðast og dvaldi í Bretlandi og Svíþjóð áður en hún kom til Íslands árið 1948. Þar kynnist Dolinda hjónunum Gesti Þorgrímsssyni og Sigrúnu Guðjónsdóttur (Rúnu) sem fengu Dolindu og Waistel Cooper, skoskan listamann, í lið með sér við að byggja upp Laugarnesleir. Ekkert þeirra hafði grunn í keramiki en þau létu það ekki á sig fá. Dolinda hafði góða innsýn í miðevrópskar hefðir og vann undir áhrifum módernismans. Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu. Í verkum hennar koma saman fögur litapalletta, geometrísk og fíguratíf form og hlutir sem geisla af sköpunargleði. Sýningarstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Teikningar Lothars Grund Skráning á teikningum eftir Lothar Grund verður sýnd í salnum Safnið á röngunni. Lothar Grund (1923 – 1995) var þýskur leiktjaldamálari sem flutti til Íslands árið 1950 og bjó hér til ársins 1963. Á Íslandi vann hann meðal annars sem leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og við að teikna auglýsingar. Frá 1961 til 1963 vann Lothar sem innanhússarkitekt fyrir Hótel Sögu og hannaði innréttingar fyrir herbergi og sali hótelsins. Árið 2022 fékk Hönnunarsafn Íslands að gjöf frá fjölskyldu Lothars teikningar og gögn frá tímabilinu þegar hann vann fyrir Hótel Sögu. Eru þetta meðal annars frumteikningar af herbergjum, tillögur að sölum og auglýsingar fyrir Hótelið. Einnig fylgdu gjöfinni auglýsingateikningar fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Umsjón með skráningunni hefur Bóel Hörn Ingadóttir. Hönnunarsafnið sem heimili Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili opnar nú í heild sinni eftir viðgerðir á þaki. Um 200 munir úr safneigninni eru settir fram sem grunnmynd af heimili. Sýningarstjórar eru Anna Dröfn Ágústsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. Þá verður ný heimasíða safnsins opnuð samtímis sýningunum þremur. Hún er hönnuð af Studio Studio í samstarfi við Kolofon.
Menning Tíska og hönnun Myndlist Söfn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira