Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:01 Ásta Eir Árnadóttir í leik með Breiðabliki en getur ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla. Vísir/Vilhelm Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira