Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi minni en annars staðar í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2023 11:22 Um fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana í samanburði við sjö til þrettán prósent á öðrum svæðum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Eldra fólk á Íslandi finnur fyrir minni einmanaleika en annars staðar í Evrópu samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun félagsvísindastofnunar. Þá benda niðurstöður til þess að innflytjendur yfir 67 ára aldri finni fyrir meiri einmanaleika en innfæddir eldri borgarar. Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent. Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent.
Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira