Willum Þór kom Go Ahead Eagles á bragðið með marki sínu eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Þá lagði Willum Þór upp mark Bas Edo Kuipers sem innsiglaði sigur Go Ahead Eagles.
Þetta er annað mark Willums Þórs í deildinni á nýhafinni leiktíð en hann hefur verið í byrjunarliði Go Ahead Eagles í fyrstu átta deildarleikjum liðsins.
Go Ahead Eagles komst upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 13 stig eftir fyrstu átta leiki sína. Svo virðist sem liðið verði í baráttunni um að komast í umspil um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili á þessari leiktíð.