Hver stelur af barnaleiði? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 15:04 Foreldrarnir við leiði barna sinna í Kópavogskirkjugarði. Vísir/Vilhelm Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt. Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook. Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook.
Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23