Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 15:10 Hægrimennirnir Hendrik Wüst, forsætisráðherra Norðurrín Vestfalíu og Markus Söder, leiðtogi CSU í Bæjaralandi, skáluðu um helgina. AP Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær. Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira