Stöð 2 Sport
Klukkan 17.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur og St. Pölten mætast í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.
Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar takist þeim að slá St. Pölten úr leik. Um er að ræða fyrri leik liðanna en sá síðari fer fram í Austurríki þann 18. október.
Klukkan 20.00 er Úrvalsdeildin í pílukasti á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar er farið yfir allt það helsta sem gerðist um helgina í NFL-deildinni.
Stöð 2 Sport 3
Real Madríd og Dallas Mavericks mætast í vináttuleik klukkan 18.45. Dallas er að hita upp fyrir komandi tímabil í NBA á meðan Real stefnir á að halda góðu gengi sínu áfram en liðið hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í ACB-deildinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 hefst útsending frá Njarðvík þar sem Grindavík er í heimsókn í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er keppt í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike:Global Offensive.
Vodafone Sport
Klukkan 21.35 er leikur Tampa Bay Lightning og Nashville Predators í NHL-deildinni.