Það er Ólympíuleikarnir sjálfir sem greina frá þessu en lokaákvörðun verður tekin á næstu dögum.
Íþróttirnar sem um er ræða eru:
- Hafnabolti – mjúkbolti. Keppt var í íþróttinni frá 1992 til 2008 og árið 2020 þar sem Japan fór heim með bæði gullin.
- Krikket. Síðast var keppt í íþróttinni á ÓL í París árið 1900. Að þessu inni yrði leikurinn töluvert styttri en þá.
- Fána-fótbolti (e. flag football). Íþrótt sem svipar til amerísks fótbolta nema með töluvert minni snertingu. Aldrei hefur verið keppt í henni á ÓL áður.
- Háfleikur (e. lacrosse). Íþróttin var á ÓL 1904 og 1908 og hefur því verið í dvala í meira en heila öld.
- Skvass. Ekki hefur verið keppt í íþróttinni áður.
Því miður eru engar íþróttir þarna sem auka möguleika Íslendinga á að komast á leikana nema að bestu padel-spilarar landsins rífi hendi sér í skvass næstu fimm árin frekar.