Magnús Agnar dæmdur í átján mánaða bann í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 07:46 Magnús Agnar Margnússon með Hákoni Haraldssyni eftir að sá síðarnefndi skrifaði undir hjá Lille. @totalfl Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon má ekki starfa í sænska fótboltanum næsta eina og hálfa árið. Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins. Sænski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins.
Sænski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira