Körfuboltakvöld Extra er léttur og skemmtilegur spjallþáttur þar sem Stefán Árni og Tómas Steindórsson fara yfir allt það helsta innan og utan vallar í Subway-deildinni.
Skemmtilegir gestir, tengdir liðum deildarinnar, kíkja í heimsókn og hitað verður upp fyrir hverja umferð í Subway-deildinni.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 21.15 í kvöld og verður á Sport 5.
Fyrsti gestur þáttarins er Auðunn Blöndal, stuðningsmaður Tindastóls.