Ætla að svara fyrir tapið gegn Lúxemborg: „Viljum sýna að þetta var slys“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2023 22:45 Arnór Ingvi Traustason segir að allir í íslenska liðinu vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á föstudaginn. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira