Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 07:58 Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður með að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. „Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
„Ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og þetta hefur farið svona upp og ofan af stað. Við byrjuðum vel en svo er smá bras á okkur núna. En ég hef fulla trú á þessu verkefni. Mér líður vel þarna. Þetta er frábært félag með góðan þjálfara og leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Guðlaugur Victor um tíma sinn til þessa hjá belgíska liðinu KAS Eupen og framhaldið þar. Guðlaugur Victor var áður á mála hjá D.C. United, liði Washingtonborgar í Bandaríkjunum og því voru viðbrigðin mikil að skipta yfir til liðs í Belgíu. „Mjög mikil. Að fara frá Washington D.C. og vera núna kominn út í sveit í Belgíu. En það er mjög fínt.“ Klippa: Vilja svara fyrir stórslysið Guðlaugur Victor er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá KAS Eupen. Þar má einnig finna landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason sem skipti yfir til Belgíu frá Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í síðasta leikmannaglugga. „Það er frábært að hafa Alfreð með sér í þessu. Frábært að hann skildi hafa komið. Við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár.“ Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. Leikir gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Leikurinn við Lúxemborg kemur fyrst og eiga íslensku leikmennirnir harma að hefna eftir 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Guðlaugur Victor segir menn vilja svara fyrir þau úrslit í komandi leik liðanna. „Ég sagði það eftir leikinn og segi það bara enn og aftur að þessi leikur var eitt stórslys. Við sýndum það strax í næsta leik, gegn Bosníu, með flottum úrslitum og spilamennsku. Við þurfum að vinna þennan komandi leik gegn Lúxemborg og þurfum að sýna öllum að þetta hafi bara verið slys.“ Það bárust stórtíðindi úr herbúðum liðsins þegar leikmannahópurinn fyrir komandi verkefni var opinberaður. Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, snýr aftur í landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Guðlaugur Victor er ánægður með að sjá Gylfa aftur í landsliðinu, hann gefi liðinu mikið. „Gylfi er náttúrulega bara einn af okkar bestu mönnum. Það frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur að hann sé kominn aftur. Gylfi gefur okkur ótrúlega mikið innan sem utan vallar. Það er gott að sjá hann inn á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. Það er gott að sjá hann brosa, gott að sjá hann í góðum gír.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira