„Svona gerir maður ekki, mamma“ Boði Logason skrifar 11. október 2023 15:19 Mæðginin Elísabet Jökulsdóttir og Garpur I. Elísabetarson fara um víðan völl í spjalli sínu. Myndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær. Vísir Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp