Rafael Nadal ekki tilbúinn að staðfesta endurkomu sína á tennisvöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 17:48 Rafael Nadal fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu 2022 Mark Metcalfe/Getty Images Mótshaldarar opna meistaramótsins í Ástralíu segja að Rafael Nadal muni snúa aftur á tennisvöllinn þegar mótið fer fram í janúar 2024. Nadal hefur verið frá keppni síðan í janúar og runnið niður í 240. sæti heimslistans, en setur fyrirvara á allar yfirlýsingar um endurkomu. Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024. Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024.
Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira