Ten5ion heldur í við toppliðin Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 21:18 Ten5ion heldur enn við í topplið Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike eftir góðan sigur gegn SAGA í kvöld. Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leikurinn fór fram á Mirage. Ten5ion hafði alla yfirburði í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu þar sóknina meistaralega á Mirage. Pressi, Yzo og Dezt leiddu fellutöflu Ten5ion-manna þar en þeir sigruðu níu af fyrstu tíu lotum leiksins og staðan því 1-9 og Saga-menn töpuðu einvígi eftir einvígi. Leikmenn Saga náðu þó að krafsa nokkrar lotur til baka í lok fyrri hálfleiks, og komu stöðunni í 3-10. Ten5ion lét þó ekki deigan síga og fundu sigurleið að nýju. Ten5ion tók því restina af lotum fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik: 3-12 Saga hafði risastórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik, en þeir máttu ekki leyfa Ten5ion að taka fleiri en þrjár lotur til að halda líflínu í leiknum. Þá skiptir skammbyssulotan í upphafi hálfleiks miklu máli, en Saga náðu ekki að knýja fram sigur í henni. Slappt gengi Saga hélt áfram í seinni hálfleik þar sem þeir sigruðu aðeins fjórar lotur. Ten5ion tóku því sannfærandi sigur eftir vægast sagt mikla yfirburði gegn leikmönnum Saga. Lokatölur: 7-16 Eftir svekkjandi tap eru Saga enn með aðeins 2 stig og því komnir í næst neðsta sæti deildarinnar. Ten5ion halda sér áfram í toppbaráttunni og jafna Ármann í öðru sæti með 8 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn