„Henda“ aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 08:32 Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár þegar hún vann brons í flokki 16 til 17 ára. Hún má keppa aftur á næsta ári en þá verður keppnin ekki lengur hluti af aðalheimsleikunum. @crossfitgames Hingað til hefur allt CrossFit samfélagið toppað saman á heimsleikunum á hverju hausti og þar hafa allir keppt um titlana á einum heimsleikum hvort sem þeir eru að keppa í fullorðinsflokki eða ákveðnum aldurs- eða fötlunarflokki. Nú verður breyting á því. CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti