Saka Samgöngustofu um matarsóun og vanvirðingu við hænur Árni Sæberg skrifar 13. október 2023 14:26 Valgerður Árnadóttir er ekki ánægð með Eggert Egg. Samgöngustofa/Stöð 2/Arnar Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir nýja markaðsherferð Samgöngustofu vanhugsaða. Hún stuðli að matarsóun og sé vanvirðing við hænur. Stofnunin sendi völdum samfélagsmiðlastjörnum eggjabakka og hvatti þær til þess að brjóta eggin. Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“ Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“
Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira