Jonas Wind kom Dönum á bragðið í leiknum en Yan Vorogovskiy klóraði í bakkann fyrir Kasaka.
Danmörk komst upp að hlið Slóvena á toppi H-riðils undankeppninnar. Slóvenía vann sannfærandi 3-0 sigur gegn Finnlandi fyrr í dag þar sem Benjamin Sesko setti tvö. Norður-Írar báru svo sigur úr býtum á móti San Marínó með þremur mörkum gegn engu.
Slóvenía og Danmörk eru á toppi riðilsins með 16 stig hvort lið og Finnland og Kasakstan koma þar á eftir með 12 stig. Norður-Írland er síðan með sex stig og San Marínó rekur lestina án stiga.
Ítalía og Úkraína færðust nær Englandi, toppliði C-riðilsins, með sigrum í leikjum sínum í kvöld.
Domenico Berardi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri við Möltu og Giacomo Bonaventura og Davide Frattesi sitt markið hvor. Úkraínu lagði svo Norður-Makedóníu að velli með tveimur mörkum gegn engu.
Ungverjaland hafði betur gegn Serbíu í toppslag í G-riðlinum og Litáen á móti Búlgaríu í botnslag.