Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 21:37 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. „Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“ FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
„Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“
FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni