Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2023 10:09 Daniel Noboa nýkjörinn forseti Ekvador og sonur ríkasta manns landsins. Getty/Franklin Jacome Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks. Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli. Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli.
Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05