Aron Einar: Gylfi bætir æfingar og allt í kringum landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 13:31 Aron Einar Gunnarsson mætti á síðasta blaðamannafund fyrir leik fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. S2 Sport Aron Einar Gunnarsson verður aftur fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Liechtenstein í kvöld en hann mætti fyrir hönd íslenska liðsins á blaðamannafund í gær. Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira