Ætlar að losa handbremsuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 07:31 Frá blaðamannafundi HSÍ í Laugardalnum í gær. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira