Ætlar að losa handbremsuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 07:31 Frá blaðamannafundi HSÍ í Laugardalnum í gær. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni