Ætlar að losa handbremsuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 07:31 Frá blaðamannafundi HSÍ í Laugardalnum í gær. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira