Hjólar í Þóri og sakar hann um móðursýki Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 14:28 Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta um móðursýki Vísir/Samsett mynd Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven er allt annað ánægður með þá stefnu sem Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sett fyrir sitt lið í aðdraganda HM í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“ Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Síðan Þórir tók við norska liðinu árið 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar en kvennalandslið Noregs er bæði ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Þórir Hergeirsson er titlaóður þjálfari. Saga hans með norska landsliðið talar sínu máli.Vísir/Getty Nú á dögunum var greint frá því í norskum miðlum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta hefði verið meinað að veita eiginhandaráritanir og taka svokallaðar sjálfsmyndir (e.selfies) með aðdáendum sínum í kringum leiki liðsins á næstunni.. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir segist, í samtali við VG, skilja að margir ungir stuðningsmenn liðsins muni sitja eftir með sárt ennið vegna þessara reglna. „Ég veit að þessi ákvörðun mun orka tvímælis en þið verðið bara að fyrirgefa mér. Ég er við stjórnvölinn. Það mun enginn finna til með mér ef leikmenn veikjast og við dettum út á HM.“ Með þessu vilji forráðamenn liðsins ekki sýnast glíma við móðursýki en það er akkúrat það sem norski blaðamaðurinn Leif Welhaven sakar Þóri um í grein sem birtist á vef VG í Noregi. „Móðursjúkur Hergeirsson“ Í inngangi greinarinnar beinir Leif orðum sínum að leikmönnum norska kvennalandsliðsins sem hafa gengið í gegnum sigursæl ár undanfarið. Leikmenn liðsins ættu ekki að taka stuðningnum og áhuganum á liðinu sem gefnum hlut. Bann við sjálfsmyndum með stuðningsmönnum og eiginhandaráritunum geti gert meiri skaða en gagn. Leif rifjar upp eina sterkustu minningu sína úr æsku er hann fékk eiginhandaráritun frá hetjunni sinni, Rússanum Sergej Lomanov sem gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í bandý. Svona stundir gefi ungum aðdáendum og iðkendum oft meira en fólk almennt heldur. „Nú hefur Þórir Hergeirsson ákveðið að börnin muni verða fyrir vonbrigðum. Öll.“ Þórir eigi að sjálfsögðu rétt á því að taka þessa tilteknu ákvörðun. „En er hún skynsöm, nauðsynleg og áhættunnar virði?“ og vitnar Leif þar í ummæli liðslæknis norska landsliðsins sem birtist hjá VG þar sem að hún segir hættu á sýkingu mjög litla fyrir leikmenn. „Það má vel vera að afleiðing þessarar ákvörðunar leiði til þess að líkurnar á því að leikmenn smitist verði minni en handboltahöllin er hvort sem er ekki öll sótthreinsuð í þaula og því er möguleikinn á því að smitast enn fyrir hendi,“ skrifar Leif í grein sinni á VG. Mynd: EPA Þetta snúist því um hvort það sé virkilega vonbrigðanna virði, er varðar unga fólkið, að halda þessum reglum til streitu. Stór hluti af því að stunda íþróttir á hæsta gæðastigi sé að kveikja neista, skapa gleði- og samverustundir. „Í íþrótt sem fyrst og fremst skín á stóra sviðinu einu sinni á ári mun heimsmeistaramót á heimavelli snúast um miklu meira en bara úthlutun verðlauna. Þetta snýst einnig um upplifun. Ég er hræddur um að Hergeirsson muni sakna þess. Auðvitað er mikilvægt að vera heilbrigður en línan sem nú hefur verið dregin minnir helst á móðursýki.“
Noregur HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira