Frumvarp um félagafrelsi Bára Kristín Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 15:01 Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun