„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 07:31 Halldór Árnason er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks. vísir/vilhelm Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“ Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“
Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira