Danir fengu það óþvegið eftir skandalinn gegn San Marinó: Sex með lægstu einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 09:30 Frammistaða danska landsliðsins gegn smáþjóðinni San Marinó vakti ekki mikla lukku heima fyrir. getty/Emmanuele Ciancaglini Danskir fótboltaáhugamenn eru í hálfgerðu áfalli eftir frammistöðu karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marinó. Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum.
EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira