Þjálfari San Marinó sakar Dani um óheiðarleika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 07:59 Fabrizio Costantini er þjálfari San Marinó sem situr í 207. sæti styrkleikalista FIFA. getty/Emmanuele Ciancaglini Fabrizio Costantini, þjálfari karlalandsliðsins San Marinó í fótbolta, segir að Danir hafi sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun í leik liðanna í undankeppni EM 2024 í gær. Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira