Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2023 20:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti á fundinn í Aratungu til að hlusta á íbúa og svara fyrirspurnum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira