Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 23:53 Hvarf Natalee Holloway hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. AP Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores. Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores.
Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira