Þá verður lögð áhersla á afleiðingar bráðnunar jökla á aðrar heimsálfur. Þátttakendur eru yfir tvö þúsund þjóðarleiðtogar og sérfræðingar frá ríflega sjötíu löndum í Evrópu, Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu.
Þingið verður formlega sett eftir hádegi en meðal þeirra sem halda þar ræðu eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Dan Vandal ráðherra Norðurslóðamála í ríkisstjórn Kanada.
Á þinginu verða 200 málstofur með fleiri en 700 ræðumenn.
Hringborð norðurslóða, er stærsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir málefni tengd norðurslóðum og er nú haldið hér á landi í tíunda sinn.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands er meðal þeirra sem stofnaði Hringborð norðurslóða árið 2013. Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur milli stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga, umhverfissérfræðinga, vísindamanna, fulltrúa frumbyggja og annarra alþjóðlegra hagsmunaaðila.