Þingmenn flytja og húsgögnin sett á sölu Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2023 20:00 Svona lítur þetta út á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur haft á leigu undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað. Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í febrúar árið 2020 og því í tæp fjögur ár í byggingu. Hún var teiknuð af Studio Granda en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Allt til alls Fyrstu starfsmennirnir munu flytja starfsstöðvar sínar í nýbygginguna á næstu dögum að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Í byggingunni verður, auk skrifstofa þingmanna og starfsfólks, fundaraðstaða fyrir fastanefndir, ráðstefnusalur, fundarherbergi og fleira. Húsið er klætt sex steintegundum: Reykjavíkurgrágrýti (kemur úr grunninum úr nýja Landspítalanum, Grindavíkurgrágrýti, hraungrýti, blágrýti, líparít og gabbró. Þessar steintegundir eru einnig í gólfum í fundarsölum á fyrstu hæð.Vísir/Steingrímur Dúi „Á þinginu starfa auk 63 þingmanna 115 á skrifstofunni og þrjátíu pólitískir aðstoðarmenn. Þannig við verðum áfram með skrifstofur hér við Kirkjustrætið. Við erum með gömul hús hér sem eru í eigu þingsins og við höldum áfram að nota. En hér er pláss fyrir öll,“ segir Ragna. Spara níutíu milljónir á ári Flestir þeirra starfsmanna og þingmanna sem koma til með að flytja þangað hafa verið með skrifstofur í húsnæði við Austurstræti sem þingið hefur haft á leigu. Leigukostnaðurinn á þeim rýmum hefur numið tvö hundruð milljónum króna á ári og áætlar Alþingi að með nýbyggingunni sparist níutíu miljónir króna á hverju ári. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Steingrímur Dúi Ragna segir starfsmenn vera orðna afar spennta. „Ég held það hlakki öll mjög til. Það er spennandi að fara í nýtt hús, þetta er lúxus, það eru forréttindi að fá að starfa í svona fínu húsi,“ segir Ragnar. Framkvæmdirnar kostuðu um sex milljarða króna.Vísir/Steingrímur Dúi Húsgögn til sölu Á einni af þeim skrifstofum sem Alþingi hefur verið með á leigu hafa starfsmenn byrjað að undirbúa flutninga. Þar má sjá kassa en einnig mublur sem munu ekki flytja með yfir Austurvöll. Mörg þeirra húsgagna hafa verið sett á sölu á vef Efnisveitunnar, svo sem borð, stólar og skjávarpar. Ekki er not fyrir þessi húsgögn í nýju byggingunni og verða ný húsgögn keypt í þeirra stað.
Alþingi Rekstur hins opinbera Arkitektúr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira