Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína. Besta deild karla KR Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína.
Besta deild karla KR Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira