Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 08:31 Hernaðarleg geta Kína hefur aukist hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. epa/Cheong Kam Ka Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið. Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið.
Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira