Fékk rautt spjald og leikbann en svo var allt dregið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 11:30 Emilía Ósk Steinarsdóttir hefur skorað 14 mörk í 3 leikjum með FH í vetur. Vísir/Brynja Traustadóttir Handboltakonan Emilía Ósk Steinarsdóttir fékk góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún væri ekki á leið í leikbann eins og allt leit út fyrir. Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía. FH Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía.
FH Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira