ÍR konur opnuðu markaskorunina í dag með þremur mörkum áður en Stjarnan kom boltanum í netið. Þær héldu nokkuð öryggri forystu allan leikinn en máttu ekkert gefa eftir því Stjörnustelpur fylgdu þeim fast á eftir og voru nálægt því að jafna leikinn undir lokin.
Aðeins eitt mark skildi liðin að þegar fimm mínútur voru til leiksloka eftir góðan spilkafla hjá Stjörnunni. ÍR tók þá leikhlé, stillti strengi sína saman og tókst að loka leiknum með fimm marka mun að endingu.
Karen Tinna Demiam leiddi markaskorun Stjörnunnar með 9 mörk úr 15 skotum. Í liði Fram var það Embla Steindórsdóttir með 6 mörk úr 8 skotum.
Í leik ÍBV gegn Fram ríkti jafnræði meðal liðanna lengst framan af, liðin skiptust á að taka forystuna í upphafi leiks en þegar líða tók á virtust Eyjakonur líklegri til sigurs. Ekkert varð þó úr þeim áætlunum, Fram átti frábærar fimm mínútur undir lok leiks, fengu ekki á sig mark en skoruðu þrjú og tryggðu sigurinn. Eyjakonan Andrea Gunnlaugsdóttir varði mark Fram að þessu sinni gegn sínu gamla liði og átti algjöran stórleik með 19 varin skot.
Með þessum sigri tekst Fram að jafna ÍBV að stigum í öðru sæti deildarinnar.
Fleiri leikir á dagskrá í handboltanum í dag:
Olís deild karla
16:00 HK - Selfoss
16:00 Grótta - KA
Olís deild kvenna
16:30 Haukar - Valur
17:00 KA/Þór - Afturelding
Evrópubikarkeppni karla, seinni leikur einvígis 2. umferðar
16:00 RK Partizan - FH
18:30 Afturelding - Nærbø