Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 10:50 Icelandair, Play og Isavia biðja starfsfólk að láta vita hyggist það taka þátt í verkfallinu. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um land eru í óðaönn að skipuleggja hvernig næsta þriðjudegi verði háttað vegna allsherjarverkfalls. Gert er ráð fyrir því að fjölmargar konur og kvár leggi niður störf og gæti það eðli málsins samkvæmt haft áhrif á flugsamgöngur. Íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, styðja starfsfólk svo lengi sem það bitnar ekki á flugöryggi. Isavia bindur vonir við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Beðin um að láta vita Í skriflegu svari frá Play segir að flugfélagið styðji verkfallið af heilum og hug. Laun þeirra sem taki þátt í verkfallinu verði ekki skert. 550 einstaklingar starfi hjá Play og að jafnt hlutfall sé milli kvenna og karla. „Flugfélagið hefur beðið starfsfólk að láta vita ef það hyggst taka þátt í verkfallinu og hefur að sama skapi beðið það starfsfólk sem ekki á flug 24. október að láta vita ef það er tilbúið til að mæta til vinnu. Er þetta gert til að tryggja fyrirsjáanleika í flugrekstri og hefur svörun starfsmanna verið á þá leið að flugáætlun félagsins 24. október stendur óbreytt.“ Icelandair tekur í sama streng og segir að félagið leggi áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis. Hjá félaginu eru konur tæp 50 prósent af starfshópnum. „Icelandair styður konur og kvár sem vilja og geta tekið þátt í deginum og ekki verður dregið af launum þeirra sem það gera. Ákveðin störf eru þó ómissandi hlekkur í þeirri keðju að halda flugsamgöngum gangandi og koma farþegum og vörum á milli staða um leið og öryggis- og þjónustuloforð félagsins eru uppfyllt. Því hefur verið óskað eftir því við starfsfólk sem hyggst taka þátt í deginum að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir í skriflegu svari Icelandair. Vona að engar tafir verði Og Isavia er við öllu búið. Fyrirkomulagið er nákvæmlega eins og hjá flugfélögunum: starfsfólk er beðið um að láta vita. „40% starfsfólks samstæðunnar eru konur sem sinna bæði mikilvægum og fjölbreyttum störfum. Við munum ekki draga laun af þeim konum og kvár sem leggja niður störf þennan dag ef það er gert í samráði við næsta stjórnanda og að því gefnu að það ógni ekki flugöryggi. Við sjáum fram á að geta staðið við okkar skuldbindingar hvað varðar þjónustu og rekstur flugvallarins á kvennafrídaginn og vonumst til að ekki verði tafir á flugsamgöngum þann daginn. Við hvetjum fólk engu að síður til að mæta tímanlega í flug þennan dag, sem og aðra daga og eyða frekar tímanum á verslunar- og veitingasvæðinu heldur en í biðröðum ef til þeirra kemur.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira