Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:00 Albert Guðmundsson í leik með Genoa liðinu á þessu tímabili. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð að skora þrjú mörk á einu tímabili í Seríu A. Getty/Simone Arveda Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur. Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér. Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira