Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 09:01 Papu Gomez varð heimsmeistari með Argentínu eftir að lyfjaprófið var tekið. Getty/Eric Verhoeven Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira