Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 11:22 Hæstiréttur úrskurðaði um ófrjósemisaðgerðir en vísaði spurningu um útlit ytri kynfæra aftur á lægra dómstig. Getty/Gamma-Rapho/Yoshikazu Tsuno Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna. Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira
Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna.
Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira