Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 20:31 Hlynur Steinsson er fuglaáhugamaður en ekki alþjóðlegur njósnari. arnar halldórsson Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“ Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“
Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira