27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 14:40 Fellibylurinn Otis olli miklum skemmdum í Acapulco og víðar í Mexíkó í gær. AP/Marco Ugarte Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira